feature-update.radgjof.test.thon.is Open in urlscan Pro
20.23.123.226  Public Scan

URL: https://feature-update.radgjof.test.thon.is/
Submission: On July 20 via automatic, source certstream-suspicious — Scanned from IS

Form analysis 0 forms found in the DOM

Text Content

 * IS
 * EN


AÐSTOÐ Í DAGLEGU LÍFI — BÓKAÐU SÍMTAL

Bókaðu símtal og við finnum út úr því saman hvaða þjónusta hentar þér. Ef þú ert
á aldrinum 18 til 67 ára og þarft aðstoð við athafnir daglegs lífs bókum við í
framhaldinu viðtal við ráðgjafa sem aðstoðar þig.

Bóka símtal Skoða þjónustu í boði


HVAÐ GERIST EFTIR AÐ ÉG BÓKA SÍMTAL?

1


ÞÚ FÆRÐ LEIÐBEININGAR Í GEGNUM SÍMA

Þegar við hringjum í þig þarft þú að svara nokkrum spurningum. Svo finnum við
ráðgjafa sem hentar þér og bókum tíma fyrir ykkur til að hittast og tala saman.
Ef þú vilt hafa einhvern með þér í viðtalinu er gott að taka það fram í
símtalinu.

2


ÞÚ HITTIR RÁÐGJAFA

Þú hittir ráðgjafa og þið skoðið saman hvaða þjónusta gæti hentað þér og hver
næstu skref eru. Stundum þarf að hittast oftar en einu sinni.

3


ÞIÐ RÁÐGJAFINN VERÐIÐ Í REGLULEGUM SAMSKIPTUM

Ráðgjafinn verður þér til halds og trausts og hjálpar þér að sækja um þjónustu
og leysa ýmis mál. Ekki hika við að hringja í ráðgjafann ef þig vantar aðstoð.


AÐSTOÐ VIÐ DAGLEGT LÍF

 * Akstur Aðstoð við að skoða möguleika þína að komast á milli staða.
 * Matur Aðstoð við að fá heimsendan mat.
 * Húsnæði Stuðningur og leiðsögn við að flytja að heiman.


VILTU LESA NÁNAR UM ÞJÓNUSTUNA?

Smelltu hér


SPURT & SVARAÐ

Við mælum með að panta símtal til að fá upplýsingar um þá þjónustu sem er í boði
fyrir þig. Hér eru svör við nokkrum algengum spurningum:


Á ÉG RÉTT Á ÞJÓNUSTU?

Þú getur átt rétt á þjónustu ef þú sýnir fram á staðfestingu á fötlun eða hefur
nýverið flutt til Reykjavíkur. Til að finna út hvort þú eigir rétt á þjónustu er
best að panta símtal og við getum upplýst þig um næstu skref.


HVAÐ GERIST EF ÉG Á EKKI RÉTT Á ÞJÓNUSTU?

Ráðgjafinn skoðar með þér möguleikana og þið ákveðið svo saman næstu skref.


ÞARF ÉG AÐ FARA Á STAÐINN Í VIÐTALINU?

Nei. Þú getur líka talað við ráðgjafa í gegnum síma eða á fjarfundi. Saman
ákveðið þið svo næstu skref, til dæmis hvar þið viljið hittast.


HVERNIG ER BEST AÐ FINNA ÞJÓNUSTUNA SEM ÉG Á RÉTT Á?

Í símtalinu færð þú upplýsingar um hvaða þjónusta er í boði fyrir þig. Þú og
ráðgjafinn þinn ákveðið í sameiningu hvernig þjónustunni verði háttað og hvað
hentar best fyrir þig. Ráðgjafinn getur verið í reglulegum samskiptum við þig og
upplýst um hvernig við veitum þessa þjónustu.


OPNUNARTÍMAR

Þjónustuver
Borgartún 12–14, 105 Reykjavik
Alla daga 08:30 – 16:00


Ráðhús
Tjarnargata 11, 101 Reykjavík
Mánudag – Föstudag 8:00 – 18:00
Laugardaga 10:00 – 18:00
Sunnudaga 10:00 – 18:00

Kennitala Reykjavíkurborgar
530269-7609


ÞJÓNUSTUVER

 * Ábendingar
 * Netspjall - 08:30 - 16:00

 * 411-1111 - 08:30 - 16:00

 * upplysingar@reykjavik.is


ALLS KONAR

 * Algengar spurningar og svör
 * Mínar síður
 * Stoð þjónustugátt
 * Laus störf
 * Þjónustuver
 * Fréttir
 * Gjaldskrár
 * Teikningaafgreiðsla
 * Persónuvernd

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu
upplifun notenda. Með áframhaldandi notkun samþykkir þú notkun á þessum
vafrakökum.
Ég samþykki